Skip to main content

Elkem Ísland fagnar 40 ára afmæli

Grundartanga, 1. júní 2019: Í dag heldur Elkem Ísland upp á 40 ára afmæli. Verksmiðjan er ein stærsta kísilmálmverksmiðja heims og leggur áherslu á að framleiða hágæða kísilmálm á sjálfbæran hátt.

Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust árið 1977 en fyrsti ofninn var gagnsettur árið 1979, fyrir fjörutíu árum. Í dag framleiðir Elkem Ísland og selur hágæða kísilafurðir út um allan heim. Undanfarin ár hefur framleiðsla á sérvöru aukist til muna umfram staðalkísilmálm, ávallt með áherslu á sjálfbæra framleiðslu. Elkem Ísland hefur, fyrst stórra iðnfyrirtækja á Íslandi, lofað íslensku þjóðinni að verða kolefnishlutlaust framleiðslufyrirtæki fyrir árið 2040 og hefur birt vegvísi að því marki.

Í verksmiðjunni starfar fjöldi starfsmanna og verktaka. Stór hluti starfsmanna Elkem Íslands hefur unnið hjá fyrirtækinu lengur en 10 ár og margir lengur en 30 ár, nokkrir hafa m.a.s. starfað hjá fyrirtækinu öll 40 árin.

„Við eflum starfsfólkið okkar að því marki að það verði eftirsóttir starfskraftar annars staðar og við komum þannig fram við starfsfólkið okkar að það sækist ekki eftir því að vinna annars staðar. Fólkið okkar, þekking þess og umbóta- og nýsköpunarmenningin sem við höfum skapað er stærsta samkeppnisforskotið sem við höfum gagnvart þeirri samkeppni sem við stöndum frammi fyrir á heimvísu á hverjum degi,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland.

Framleiðsla Elkem Ísland snýst að miklu leyti um að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins, þar sem mikil eftirspurn er eftir sértækum, hágæða kísilmálmi  fyrir rafmagnsbíla og vindmyllur, sem og rafmótora sem má finna í venjulegum heimilistækjum eins og þurrkurum, þvottavélum, ísskápum og ryksugum sem eru með orkunýtingarstuðul A+ eða hærra.

Elkem Ísland framleiðir sérvöru sem skiptir máli fyrir umhverfisvænni tækni sem notar minna jarðefnaeldsneyti, og leggjur því sín lóð á vogarskálarnar við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

„Elkem er leiðandi framleiðandi á kísilmálmi fyrir stálframleiðslu. Við erum í fararbroddi innan okkar iðnaðar þegar kemur að rannsóknum og þróun, og setjum markið ávallt á sjálfbæra framleiðslu. Við erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi og höfum sett okkur metnaðarfull markmið fyrir framtíðina,“ segir Nick Magnussen, deildarstjóri kísiljárnframleiðslu hjá Elkem, móðurfélagi Elkem Ísland.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, heiðraði Elkem Ísland með nærveru sinni í morgun.

Í dag milli kl. 13 og 16 verður samstarfsmönnum, fjölskyldum, vinum og nágrönnum boðið í rútuferð um verksmiðjuna einnig verða skemmtanir með vísindaívafi, fyrir börn jafnt sem fullorðna. Til að fagna fjölbreytileika Elkem verður matur í boði frá ýmsum heimshornum.

Frekari upplýsingar eru á https://www.elkem.is  eða https://www.elkem.com

 

Frekari upplýsingar:

Gestur Pétursson – forstjóri Elkem Ísland

[email protected] - +354 860 6158

Ms. Clarissa Boomgaards – Marketing Coordinator Elkem Foundry Products Division

[email protected]  -  +31 6 1819 1455

 

Um Elkem ASA
Elkem var stofnað árið 1904 og einn stærsti framleiðandi kísilafurða í heiminum, og kemur að framleiðslu innan heildarvirðiskeðjunnar frá kvarsi til sérhæfðra kísilafurða. Elkem er einnig leiðandi á sérvörumarkaði kísilmálms og kolefnisafurða. Elkem er skráð í kauphöllinni í Osló og eru höfuðstöðvar félagsins í Osló. Um 6200 starfsmenn vinna hjá Elkem á 27 framleiðslusvæðum og söluskrifstofum í 28 löndum úti um allan heim. Nánari upplýsingar eru á www.elkem.com