Skip to main content

Elkem Ísland leitar að tæknimanni á rafmagnssviði

Elkem Ísland óskar eftir að ráða tækni­mann á rafmagns­viði til að sinna fjöl­breyttum störfum í tækni­deild fyrir­tæk­isins.

Starfssvið

  • Verk­efna­stjórnun tengd háspennu- og/eða lágspennu­búnaði fyrir­tæk­isins.
  • Undir­bún­ingur og skipulag viðhalds- og fjár­fest­ing­ar­verk­efna.
  • Bilana­greining og tæknileg aðstoð við iðnað­ar­menn.
  • Samstarf við fram­leiðslu­deildir.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Rafmagns­tækni­fræði eða verk­fræði.
  • Frum­kvæði, metn­aður og jákvætt viðhorf.
  • Gott skipulag og öguð vinnu­brögð.
  • Örygg­is­vitund.
  • Reynsla af vinnu við stór­iðju æskileg.
  • Þekking á iðntölvum og tengdum búnaði er kostur.
  • Reynsla af vinnu við háspennu­búnað er kostur.
  • Góð íslensku og ensku­kunn­átta.
  • Kunn­átta í norð­ur­landa­máli er kostur

Sótt er um starfið á heimasíðu Capacent.