- Elkem
- About Elkem
- Our Worldwide Presence
- Iceland
- Elkem Iceland
- Fréttir
- Gullmerki jafnlaunaúttektar PWC
Gullmerki jafnlaunaúttektar PWC
PWC afhenti á dögunum Elkem Ísland gullmerki jafnlaunaúttektar PWC á Íslandi. Samkvæmt jafnréttislögum ber atvinnurekendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og til að standast jafnlaunaúttektina þurfa fyrirtæki að sýna fram á að launamunur kynjanna sé undir 3,6%.
Jafnlaunaúttekt PwC byggir á línulegri fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Sá launamunur sem situr eftir (óútskýrður launamunur) þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa tiltekinna breyta á laun, er skilgreindur sem ígildi kynbundins launamunar.
Í greiningunni var stuðst við eftirtaldar breytur: aldur, starfsaldur, menntun, starfshópur, staða gagnvart jafningjum og staða í skipuriti. Einnig var tekið tillit til áhrifa heildarvinnustunda þegar var gerð sambærileg greining á heildarlaunum.
Niðurstaða PWC leiddi í ljós að launamunur kynjanna reyndist 0,1% í grunnlaunum og 0,6% í heildarlaunum hjá Elkem Ísland sem er mjög góður árangur.
Við erum einstaklega stolt af gullmerkinu því það styður við þau gildi við störfum samkvæmt um að koma fram af virðingu, stuðla að liðsheild og stunda fagleg vinnubrögð.