- Elkem
- About Elkem
- Our Worldwide Presence
- Iceland
- Elkem Iceland
- Fréttir
- Niðurstöður Umhverfisvöktunar 2018
Umhverfisvöktun 2018
Niðurstöður umhverfisvöktunar 2018 eru komnar á heimasíðu Elkem Ísland
Umhverfisvöktun El
Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga árið 2018 fór fram samkvæmt umhverfisvöktunar-áætlun 2018-2028. Tilgangur hennar er að meta áhrif á umhverfið vegna starfsemi á iðnaðarsvæðinu. Gerðar voru mælingar á loftgæðum, ferskvatni, umhverfi flæðigryfja í sjó, heyi, gróðri og grasbítum.
Árið 2018 voru tekin um 400 sýni á rúmlega 120 sýnatökustöðum. Greindir voru rúmlega 60 mæliþættir.
Niðurstöður vöktunar árið 2018 leiða í ljós að öll viðmiðunarmörk sem sett eru í starfsleyfum og reglugerðum eru uppfyllt.
Sjá nánari upplýsingar í samantekarskýrslu rannsókna fyrir árið 2018.
Umhverfisvöktun samkvæmt starfsleyfi
Umhverfisþættir eru skilgreindir út frá kröfum í starfsleyfi, lögum, áherslu samfélagsins og reglugerðum.
Óháðir aðilar sjá um framkvæmdir mælinga hjá Elkem Ísland samkvæmt staðbundinni vöktunaráætlun samþykkt af Umhverfisstofnun.
Sjá nánari upplýsingar í umhverfisskýrslu Elkem Ísland fyrir árið 2018.