- Elkem
- About Elkem
- Our Worldwide Presence
- Iceland
- Elkem Iceland
- Fréttir
- Umhverfisskýrsla 2021
Umhverfisskýrsla 2021
Umhverfisskýrsla Elkem Ísland fyrir árið 2021 er komin út framsett á stafrænu formi í fyrsta skipti. Er þetta liður Elkem Ísland að auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um umhverfismál sérstaklega.
Skýrslan skiptist í sex mismunandi kafla þar sem gerð er grein fyrir stefnu Elkem í umhverfismálum ásamt umhverfisþáttum og vöktun í starfseminni. Jafnframt er að finna umhverfisverkefni sem Elkem vinnur markvisst að til þess að endurvinna og endurnýta allar aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna til þess að lágmarka sóun og auka sjálfbærni rekstrarins. Nýsköpun Elkem Ísland skilar umhverfislegum ávinningi og er það stefna fyrirtækisins að vera fyrsta kolefnishlutlausa kísilmálmverksmiðjan eigi síðar en árið 2040 sem þýðir jafnframt að Elkem Ísland verður fyrsta slíka verksmiðjan í allri Evrópu.
„Elkem Ísland leggur metnað sinn í að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið og sitt nánasta samfélag. Þess vegna er stefna Elkem Íslands að draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á ytra umhverfi og fylgja í hvívetna ákvæðum starfsleyfis. Elkem Ísland stefnir jafnframt að stöðugum framförum í störfum sínum og það endurspeglast í metnaði okkar í umhverfismálum“ segir Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem á Íslandi.
Nýjasta umhverfisskýrsla Elkem Ísland
Umhverfisþættir eru þeir þættir í starfsemi Elkem á Íslandi sem geta haft áhrif á umhverfið, svo sem urðun aukaafurða og losun efna í andrúmsloft.